Rauða fjöðrin landssöfnun Lionshreyfingarinnar

Landssöfnun Lionshreyfingarinnar og Píeta samtakanna, Rauða fjöðrin, fer fram dagana 3.-6.apríl 2025.

Lionsfélagar munu vera sýnilegir og selja fjöðrina um allt land. Einnig munu Nettó verslanir Samkaupa vera með Rauðu fjöðrina til sölu við afgreiðslukassana.

Félagar úr lionsklúbbnum Víðarri munu vera að selja fjöðrina í anndyrinu á Kringlunni, Húsasmiðjunni Skútuvogi og Bónus Skreifunni

Þeir sem vilja styrkja söfnunina beint geta lagt inn á eftirfarandi reikning: kt: 640572 0869 reikn: 0544 14 556440