Ef þú hefur áhuga á að koma á fund og sjá hvernig þetta allt fer fram þá erum við með fundi fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá september til maí. Sendu okkur tölvupóst á netfangið lionsvidarr@gmail.com eða ef þú þekkir einhvern i klubbnum þá má líka hafa samband við hann.
Í klúbbnum eru 45 hressir karlar, sérlega góður andi er í klúbbnum og styrkir klúbburinn ýmis góðgerðarmál. Aðal fjáröflun klúbbsins er 300 manna þorrablóti sem haldið er í Hörpu laugardaginn fyrir Bóndadag þar sem er einnig happadrætti og uppboð á málverkum.
Ef þú vilt nánari upplýsingar om Lionshreyfinguna og aðra klúbbi á landinu þá bendum við á þessa síðu https://www.lions.is/is/um-lions/villtu-verda-felagi-i-lions
