Einhverfudeildin Vogasetur í Vogaskóla var stofnuð árið 2011 og sinnir þar 8 nemendum með hamlandi einhverfueinkenni sem þurfa mikinn stuðning í daglegu skólastarfi. Markmið deildarinnar er að veita einstaklingsmiðaða kennslu, styðja við nám í almennu skólastarfi og skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem hver nemandi fær að njóta sín á eigin forsendum. Kennarar leggja áherslu á að fylgja tækninýjungum og beita fjölbreyttum kennsluháttum sem efla þátttöku og áhuga nemenda. Með þessu vinnur deildin markvisst að því að tryggja nemendum jöfn tækifæri og uppbyggilegt nám í öruggu umhverfi. Við skólasetningu Vogaskóla þann 22. ágúst 2025 afhentu þeir Reynir Tómas Geirsson stjórnarmaður Lionsklúbbsins Víðarrs og Örn Helgason úr verkefnanefnd klúbbsins einhverfudeildinni gagnvirkan skjá sem mikil vöntun hefur verið í starfi deildarinnar. Skjárinn var afhentur Snædísi Valsdóttur skólastjóra Vogaskóla og Helgu Hafdísi Gísladóttur verkefnastjóra einhverfudeildarinnar í viðurvist ca. 200 barna og foreldra þeirra. Skjárinn mun nýtast bæði í kennslu og þjálfun starfsfólks, býður upp á myndrænt námsefni, fjölbreyttar aðferðir og eykur þátttöku nemenda með gagnvirkum lausnum.
Það ríkir mikil gleði með þennan skjá bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans. Seinna í vetur hefur Lionsklúbbnum Víðarr verið boðið í léttan kvöldverð og kynningu á starfi einhverfudeildarinnar í þakklætisskyni.